Fimmtán manna er ekki saknað, en talsmenn björgunarsveita segjast ekki hafa gefið upp alla von að finna fólk á lífi.
Síðastliðinn föstudag tókst að bjarga níu manns úr rústunum, meðal annars fjögur börn, og í gær fundust þrír hvolpar á lífi sem gaf björgunarliði nýja von.
Snjóflóðið varð á miðvikudagskvöldið í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu og færðist stór hluti fjögurra hæða hótelsins heila tíu metra.
Mikið fannfergi hefur gert björgunarliði mjög erfitt fyrir.