Birkir: Heillandi að vera partur af einhverju stóru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2017 17:07 Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa fyrr í dag. Birkir kemur til Villa frá svissnesku meisturunum í Basel þar sem hann lék í eitt og hálft tímabil. Birkir segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist mjög hratt. Á miðvikudaginn fékk ég að vita að þeir hefðu áhuga og þeir vildu fá mig strax á föstudaginn. Ég kom svo hingað eftir hádegi í gær,“ sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Birkir spilaði í Meistaradeildinni með Basel fyrir áramót, m.a. gegn stórliðum eins og Arsenal og Paris Saint-Germain. Hann segist auðvitað hafa þurft að hugsa sig um þegar hann heyrði af áhuga Villa sem leikur í ensku B-deildinni? „Ég þurfti auðvitað að hugsa þetta og talaði við félagið og Steve Bruce. Eftir að ég heyrði hvaða plön þeir eru með og metnaðinn, þá leist mér ótrúlega vel á þetta,“ sagði Birkir sem er meðvitaður um að gæti þurft að spila með Villa í B-deildinni á næsta tímabili. Liðið situr nú í 13. sæti deildarinnar, níu stigum frá umspilssæti. „Við sjáum bara til. Þetta breytist fljótt í þessum bolta. Þetta er ekki það langt frá en við skulum sjá hvað gerist í ár. En markmið þeirra er að komast upp eins og fljótt og hægt er og vonandi verður það fljótlega,“ sagði Birkir. Að hans sögn var söluræða Steve Bruce, knattspyrnustjóra Villa, heillandi. „Hún var mjög góð, ég talaði heillengi við hann í gær, áður en ég fór í læknisskoðunina. Það var mjög gott að heyra plönin hans og hvað hann vill frá mér. Það sem hann sagði var mjög spennandi,“ sagði Birkir sem er mjög hrifinn af framtíðarsýn Bruce og félagsins. „Eins og þeir útskýrðu þetta fyrir mér og hvernig þeir horfa fram á við, þá fannst mér ótrúlega spennandi að vera hluti af því. Þetta er mjög stórt félag og það er mjög heillandi að vera partur af einhverju stóru,“ sagði Akureyringurinn sem mætti á sína fyrstu æfingu fyrr í dag. Hann segir hana hafa gengið vel. „Ég skrifaði undir rétt fyrir æfinguna. Þetta virkar spennandi og það var fínt tempó. Það er ekki leikur um helgina sem er fínt því þá fæ ég nokkra daga til að undirbúa mig og venjast liðinu.“ Næsti leikur Villa er ekki fyrr en á þriðjudaginn þegar liðið sækir Brentford heim. Birkir segist vera klár að koma inn í byrjunarliðið ef kallið kemur. „Við sjáum til, ég æfði allavega vel með Basel á undirbúningstímabilinu og líður mjög vel. Ef þeir vilja nota mig strax er ég klár og til í slaginn,“ sagði Birkir að endingu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Akureyringurinn verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni. 25. janúar 2017 13:15 Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00 Birkir: Þetta er mjög stórt félag Íslenska landsliðsmanninum hlakkar til að spila sinn fyrsta leik sem verður væntanlega næsta þriðjudag. 25. janúar 2017 13:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa fyrr í dag. Birkir kemur til Villa frá svissnesku meisturunum í Basel þar sem hann lék í eitt og hálft tímabil. Birkir segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist mjög hratt. Á miðvikudaginn fékk ég að vita að þeir hefðu áhuga og þeir vildu fá mig strax á föstudaginn. Ég kom svo hingað eftir hádegi í gær,“ sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Birkir spilaði í Meistaradeildinni með Basel fyrir áramót, m.a. gegn stórliðum eins og Arsenal og Paris Saint-Germain. Hann segist auðvitað hafa þurft að hugsa sig um þegar hann heyrði af áhuga Villa sem leikur í ensku B-deildinni? „Ég þurfti auðvitað að hugsa þetta og talaði við félagið og Steve Bruce. Eftir að ég heyrði hvaða plön þeir eru með og metnaðinn, þá leist mér ótrúlega vel á þetta,“ sagði Birkir sem er meðvitaður um að gæti þurft að spila með Villa í B-deildinni á næsta tímabili. Liðið situr nú í 13. sæti deildarinnar, níu stigum frá umspilssæti. „Við sjáum bara til. Þetta breytist fljótt í þessum bolta. Þetta er ekki það langt frá en við skulum sjá hvað gerist í ár. En markmið þeirra er að komast upp eins og fljótt og hægt er og vonandi verður það fljótlega,“ sagði Birkir. Að hans sögn var söluræða Steve Bruce, knattspyrnustjóra Villa, heillandi. „Hún var mjög góð, ég talaði heillengi við hann í gær, áður en ég fór í læknisskoðunina. Það var mjög gott að heyra plönin hans og hvað hann vill frá mér. Það sem hann sagði var mjög spennandi,“ sagði Birkir sem er mjög hrifinn af framtíðarsýn Bruce og félagsins. „Eins og þeir útskýrðu þetta fyrir mér og hvernig þeir horfa fram á við, þá fannst mér ótrúlega spennandi að vera hluti af því. Þetta er mjög stórt félag og það er mjög heillandi að vera partur af einhverju stóru,“ sagði Akureyringurinn sem mætti á sína fyrstu æfingu fyrr í dag. Hann segir hana hafa gengið vel. „Ég skrifaði undir rétt fyrir æfinguna. Þetta virkar spennandi og það var fínt tempó. Það er ekki leikur um helgina sem er fínt því þá fæ ég nokkra daga til að undirbúa mig og venjast liðinu.“ Næsti leikur Villa er ekki fyrr en á þriðjudaginn þegar liðið sækir Brentford heim. Birkir segist vera klár að koma inn í byrjunarliðið ef kallið kemur. „Við sjáum til, ég æfði allavega vel með Basel á undirbúningstímabilinu og líður mjög vel. Ef þeir vilja nota mig strax er ég klár og til í slaginn,“ sagði Birkir að endingu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Akureyringurinn verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni. 25. janúar 2017 13:15 Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00 Birkir: Þetta er mjög stórt félag Íslenska landsliðsmanninum hlakkar til að spila sinn fyrsta leik sem verður væntanlega næsta þriðjudag. 25. janúar 2017 13:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Birkir Bjarnason samdi við Aston Villa Akureyringurinn verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í ensku B-deildinni. 25. janúar 2017 13:15
Birmingham Mail fræðir lesendur um Birki Bjarnason: Afrekaði það sem enginn annar náði á EM Birkir Bjarnason er á leiðinni til Englands til að spila fyrir Aston Villa í ensku b-deildinni en félagið er við það að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmanninum samkvæmt erlendum miðlum. 25. janúar 2017 09:00
Birkir: Þetta er mjög stórt félag Íslenska landsliðsmanninum hlakkar til að spila sinn fyrsta leik sem verður væntanlega næsta þriðjudag. 25. janúar 2017 13:45