Erlent

Leikkonan Mary Tyler Moore látin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mary Tyler Moore.
Mary Tyler Moore. Vísir/AFP
Bandaríska leikkonan og Emmy-verðlaunahafinn Mary Tyler Moore er látin, áttræð að aldri. Hún var frumkvöðull á sínu sviði og hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna sem besta leikkona árið 1980. BBC greinir frá.

Það var fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ordinary People en Moore var best þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpi þar sem hún lék sterkar kvenhetjur á tíma þar sem bitastæðustu kvenhlutverkin voru oftar en ekki hlutverk heimilismæðra. 

Moore lék í þáttunum The Dick Van Dyke Show áður en hún fékk sinn eigin þátt á áttunda áratugnum, The Mary Tyler Moore Show.

Í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa segir að hún hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar en hún lætur eftir sig eiginmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×