Enski boltinn

United í úrslit þrátt fyrir tap | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United er komið í úrslit enska deildarbikarsins þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Hull City í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

United vann fyrri leikinn á Old Trafford 2-0, og einvígið 3-2 samanlagt. Liðið mætir Southampton í úrslitaleiknum á Wembley 26. febrúar.

Hull var sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og komst yfir á 35. mínútu þegar Tom Huddlestone skoraði örugglega úr vítaspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 66. mínútu þegar Paul Pogba potaði boltanum í netið og jafnaði metin. Skömmu síðar átti Marcos Rojo skalla í slána á marki Hull.

Heimamenn gáfust þó ekki upp og Omar Niasse var sérstaklega aðgangsharður upp við mark United. Hann skallaði í slána á 79. mínútu og sex mínútum síðar skoraði hann af stuttu færi eftir fyrirgjöf Davids Meyler. Fleiri urðu mörkin ekki og Hull fagnaði 2-1 sigri.

United er þó komið í úrslitaleikinn, þrátt fyrir fyrsta tap liðsins síðan 3. nóvember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×