Utandeildarlið Lincoln komið í 16-liða úrslitin enska bikarsins | Dramatík á White Hart Lane Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 17:15 Leikmenn Lincoln fagna er leikmenn Brighton ganga niðurlútir af velli. Vísir/getty Utandeildarlið Lincoln City gerði sér lítið fyrir og sló út Brighton á heimavelli í 32-liða úrslitum enska bikarsins í dag en þetta í fjórða skiptið sem félagið kemst alla þessa leið í þessari sögufrægu bikarkeppni. Áttu eflaust fáir von á því að Lincoln sem berst um efstu sæti National League, fimmtu sterkustu deildar Englands, ættu roð í Brighton sem berst um efstu sæti Championship deildarinnar og sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Brighton komst yfir snemma leiks en tvö mörk á fimm mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þýddi að Lincoln leiddi þegar skammt var til leiksloka. Var það svo Theo Robinson sem gulltryggði sigurinn með þriðja marki Lincoln á 86. mínútu. Tottenham lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn Wycombe Wanderes sem leika í 4. deild ensku deildarkeppninnar en Wycombe leiddi 2-0 í hálfleik og komst aftur 3-2 yfir skömmu fyrir leikslok. Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik og neyddist Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham að kalla á stjörnurnar til að koma sínum mönnum aftur inn í leikinn. Tvö mörk á fimm mínútna millibili þýddi að allt var jafnt en Wycombe komst aftur yfir með marki frá varamanninum Garry Thompson á 83. mínútu. Tottenham tókst þó að stela sigrinum með tveimur mörkum undir lok leiksins, Dele Alli jafnaði metin á 89. mínútu og á 96. mínútu skoraði Son Heung-Min annað mark sitt í leiknum og sigurmark Tottenham. Wycombe fékk rétt að taka miðju áður en leikurinn var flautaður af og rétt slapp Tottenham því með skrekkinn á heimavelli. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn Bristol City en félagi hans úr landsliðinu, Hörður Björgvin Magnússon, kom ekkert við sögu hjá Bristol. Jóhann lagði upp annað mark Burnley í leiknum fyrir Steven Defour. Þá vann Oxford United óvæntan sigur á Newcastle á heimavelli 3-0 en Dýrlingarnir í Southampton taka á móti Arsenal í lokaleik dagsins nú klukkan 17:30.Úrslit dagsins: Blackburn 2-0 Blackpool Burnley 2-0 Bristol City Middlesbrough 1-0 Accrington Stanley Oxford United 3-0 Newcastle United Rochdale 0-4 Huddersfield Tottenham Hotspur 4-3 Wycombe Wanderes Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Utandeildarlið Lincoln City gerði sér lítið fyrir og sló út Brighton á heimavelli í 32-liða úrslitum enska bikarsins í dag en þetta í fjórða skiptið sem félagið kemst alla þessa leið í þessari sögufrægu bikarkeppni. Áttu eflaust fáir von á því að Lincoln sem berst um efstu sæti National League, fimmtu sterkustu deildar Englands, ættu roð í Brighton sem berst um efstu sæti Championship deildarinnar og sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Brighton komst yfir snemma leiks en tvö mörk á fimm mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þýddi að Lincoln leiddi þegar skammt var til leiksloka. Var það svo Theo Robinson sem gulltryggði sigurinn með þriðja marki Lincoln á 86. mínútu. Tottenham lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn Wycombe Wanderes sem leika í 4. deild ensku deildarkeppninnar en Wycombe leiddi 2-0 í hálfleik og komst aftur 3-2 yfir skömmu fyrir leikslok. Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik og neyddist Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham að kalla á stjörnurnar til að koma sínum mönnum aftur inn í leikinn. Tvö mörk á fimm mínútna millibili þýddi að allt var jafnt en Wycombe komst aftur yfir með marki frá varamanninum Garry Thompson á 83. mínútu. Tottenham tókst þó að stela sigrinum með tveimur mörkum undir lok leiksins, Dele Alli jafnaði metin á 89. mínútu og á 96. mínútu skoraði Son Heung-Min annað mark sitt í leiknum og sigurmark Tottenham. Wycombe fékk rétt að taka miðju áður en leikurinn var flautaður af og rétt slapp Tottenham því með skrekkinn á heimavelli. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn Bristol City en félagi hans úr landsliðinu, Hörður Björgvin Magnússon, kom ekkert við sögu hjá Bristol. Jóhann lagði upp annað mark Burnley í leiknum fyrir Steven Defour. Þá vann Oxford United óvæntan sigur á Newcastle á heimavelli 3-0 en Dýrlingarnir í Southampton taka á móti Arsenal í lokaleik dagsins nú klukkan 17:30.Úrslit dagsins: Blackburn 2-0 Blackpool Burnley 2-0 Bristol City Middlesbrough 1-0 Accrington Stanley Oxford United 3-0 Newcastle United Rochdale 0-4 Huddersfield Tottenham Hotspur 4-3 Wycombe Wanderes
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira