Utandeildarlið Lincoln komið í 16-liða úrslitin enska bikarsins | Dramatík á White Hart Lane Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 17:15 Leikmenn Lincoln fagna er leikmenn Brighton ganga niðurlútir af velli. Vísir/getty Utandeildarlið Lincoln City gerði sér lítið fyrir og sló út Brighton á heimavelli í 32-liða úrslitum enska bikarsins í dag en þetta í fjórða skiptið sem félagið kemst alla þessa leið í þessari sögufrægu bikarkeppni. Áttu eflaust fáir von á því að Lincoln sem berst um efstu sæti National League, fimmtu sterkustu deildar Englands, ættu roð í Brighton sem berst um efstu sæti Championship deildarinnar og sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Brighton komst yfir snemma leiks en tvö mörk á fimm mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þýddi að Lincoln leiddi þegar skammt var til leiksloka. Var það svo Theo Robinson sem gulltryggði sigurinn með þriðja marki Lincoln á 86. mínútu. Tottenham lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn Wycombe Wanderes sem leika í 4. deild ensku deildarkeppninnar en Wycombe leiddi 2-0 í hálfleik og komst aftur 3-2 yfir skömmu fyrir leikslok. Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik og neyddist Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham að kalla á stjörnurnar til að koma sínum mönnum aftur inn í leikinn. Tvö mörk á fimm mínútna millibili þýddi að allt var jafnt en Wycombe komst aftur yfir með marki frá varamanninum Garry Thompson á 83. mínútu. Tottenham tókst þó að stela sigrinum með tveimur mörkum undir lok leiksins, Dele Alli jafnaði metin á 89. mínútu og á 96. mínútu skoraði Son Heung-Min annað mark sitt í leiknum og sigurmark Tottenham. Wycombe fékk rétt að taka miðju áður en leikurinn var flautaður af og rétt slapp Tottenham því með skrekkinn á heimavelli. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn Bristol City en félagi hans úr landsliðinu, Hörður Björgvin Magnússon, kom ekkert við sögu hjá Bristol. Jóhann lagði upp annað mark Burnley í leiknum fyrir Steven Defour. Þá vann Oxford United óvæntan sigur á Newcastle á heimavelli 3-0 en Dýrlingarnir í Southampton taka á móti Arsenal í lokaleik dagsins nú klukkan 17:30.Úrslit dagsins: Blackburn 2-0 Blackpool Burnley 2-0 Bristol City Middlesbrough 1-0 Accrington Stanley Oxford United 3-0 Newcastle United Rochdale 0-4 Huddersfield Tottenham Hotspur 4-3 Wycombe Wanderes Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Utandeildarlið Lincoln City gerði sér lítið fyrir og sló út Brighton á heimavelli í 32-liða úrslitum enska bikarsins í dag en þetta í fjórða skiptið sem félagið kemst alla þessa leið í þessari sögufrægu bikarkeppni. Áttu eflaust fáir von á því að Lincoln sem berst um efstu sæti National League, fimmtu sterkustu deildar Englands, ættu roð í Brighton sem berst um efstu sæti Championship deildarinnar og sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Brighton komst yfir snemma leiks en tvö mörk á fimm mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þýddi að Lincoln leiddi þegar skammt var til leiksloka. Var það svo Theo Robinson sem gulltryggði sigurinn með þriðja marki Lincoln á 86. mínútu. Tottenham lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn Wycombe Wanderes sem leika í 4. deild ensku deildarkeppninnar en Wycombe leiddi 2-0 í hálfleik og komst aftur 3-2 yfir skömmu fyrir leikslok. Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik og neyddist Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham að kalla á stjörnurnar til að koma sínum mönnum aftur inn í leikinn. Tvö mörk á fimm mínútna millibili þýddi að allt var jafnt en Wycombe komst aftur yfir með marki frá varamanninum Garry Thompson á 83. mínútu. Tottenham tókst þó að stela sigrinum með tveimur mörkum undir lok leiksins, Dele Alli jafnaði metin á 89. mínútu og á 96. mínútu skoraði Son Heung-Min annað mark sitt í leiknum og sigurmark Tottenham. Wycombe fékk rétt að taka miðju áður en leikurinn var flautaður af og rétt slapp Tottenham því með skrekkinn á heimavelli. Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn Bristol City en félagi hans úr landsliðinu, Hörður Björgvin Magnússon, kom ekkert við sögu hjá Bristol. Jóhann lagði upp annað mark Burnley í leiknum fyrir Steven Defour. Þá vann Oxford United óvæntan sigur á Newcastle á heimavelli 3-0 en Dýrlingarnir í Southampton taka á móti Arsenal í lokaleik dagsins nú klukkan 17:30.Úrslit dagsins: Blackburn 2-0 Blackpool Burnley 2-0 Bristol City Middlesbrough 1-0 Accrington Stanley Oxford United 3-0 Newcastle United Rochdale 0-4 Huddersfield Tottenham Hotspur 4-3 Wycombe Wanderes
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira