Erlent

14 milljarða varnarsamningur milli Breta og Tyrkja

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samningurinn hljóðar upp á 100 milljónir punda, eða tæplega 14,6 milljarða íslenskra króna.
Samningurinn hljóðar upp á 100 milljónir punda, eða tæplega 14,6 milljarða íslenskra króna. vísir/epa
Stjórnvöld í Bretlandi komust í dag að samkomulagi við Tyrki um að þróa herþotur fyrir tyrkneska flugherinn.  Samningurinn hljóðar upp á 100 milljónir punda, eða tæplega 14,6 milljarða íslenskra króna.

Þetta var tilkynnt að loknum fundi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands,  og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta síðdegis í dag. Leiðtogarnir ræddu varnarmálasamning þjóðanna tveggja og hvernig efla megi viðskiptatengsl þeirra á milli á fundinum.

Haft er eftir May á vef breska ríkisútvarpsins að Bretar muni efla viðskipti sín við Tyrki og að samkomulagið undirstriki mikilvægi Bretlands sem þjóð á sviði alþjóðaviðskipta. Þá segir Erdogan að Tyrkir muni auka viðskipti sín í 16 milljarða dollara, eða 2,3 milljarða íslenskra króna.

Samningurinn snýr að því að breski vopnaframleiðandinn BAE Systems og tyrkneski herþotuframleiðandinn þrói herþotur fyrir flugherinn.


Tengdar fréttir

May fundar næst með Erdogan

Forsætisráðherra Bretlands er undir þrýstingi á að tala við forseta Tyrklands um einræðistilburði hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×