Isabel óttast það þegar sænski læknirinn losnar úr fangelsi: „Ég er virkilega hrædd“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 22:23 Isabel Eriksson var í viðtali hjá Skavlan í kvöld. SVT/Sænska lögreglan Isabel Eriksson, sem rænt var af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, óttast það mjög þegar manninum verður sleppt úr fangelsi eftir nokkur ár. Læknirinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraðsdómi en dómnum var áfrýjað og var hann þá mildaður í átta ár. Með góðri hegðun þarf hann þó mögulega ekki að sitja af sér allan dóminn og gæti því losnað úr fangelsi fyrr. „Ég er virkilega hrædd og það er í raun skelfilegt að hann eigi möguleika á að losna fyrr,“ sagði Eriksson í sjónvarpsþættinu Skavlan í kvöld. Hún nýtur verndar og hefur skipt um nafn. Þá hefur hún gengið til sálfræðings til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir vegna ránsins. Hún kynntist lækninum, Martin Trenneborg, þegar hún vann sem fylgdarkona í Stokkhólmi. Hann hafði kynnt sig áður en þau hittust sem Bandaríkjamann sem byggi í London. Þau hittust svo en þá byrlaði læknirinn Eriksson ólyfjan og ók með hana á bæ sem hann átti í sveitinni á Skáni. Þar hafði hann komið upp hljóðeinangruðu herbergi og ætlaði að halda Eriksson fanginni í mörg ár. Þorði ekki að stunda kynlíf með henni „Ég vaknaði og var með nál í handleggnum sem ég reif úr. Ég reyndi svo að ráðast á hann en ég var svo lyfjuð að ég gat það varla. Hann greip svo um úlnliðinn á mér og sagði að ef ég myndi reyna eitthvað svona aftur þá myndi hann hlekkja mig við rúmið og bara gefa skorpubrauð að borða,“ sagði Eriksson í kvöld. Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að maðurinn þarfnaðist mikillar nándar. Hann vildi að hann og Eriksson svæfu saman og hann þurfti stöðuga líkamlega snertingu en hann þorði þó ekki að stunda kynlíf með henni þar sem hann óttaðist að hún væri með kynsjúkdóma. Læknirinn tók því blóðprufur úr Eriksson til að kanna hvort hún væri með einhverja sjúkdóma. „Hann langaði til að stunda óvarið kynlíf,“ sagði Eriksson í Skavlan í kvöld. Niðurstöðurnar komu hins vegar ekki áður en hún slapp frá honum og því nauðgaði hann henni aldrei. Þá rétti hann henni eitt sinn byssu og bað hana að skjóta hann. „Hann sagði að hann gæti ekki farið í fangelsi og þess vegna vildi hann að ég myndi skjóta hann. En það kom í ljós að þetta var ekki alvörubyssa heldur var hann bara að prófa mig og hvað ég gæti hugsanlega gert. Það var heppilegt að ég tók ekki í gikkinn.“Hér má sjá þátt Skavlan en viðtalið við Eriksson byrjar um það bil á mínútu 37:30. Tengdar fréttir Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51 Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23 Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan á SVT og NRK í kvöld. 13. janúar 2017 10:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Isabel Eriksson, sem rænt var af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, óttast það mjög þegar manninum verður sleppt úr fangelsi eftir nokkur ár. Læknirinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraðsdómi en dómnum var áfrýjað og var hann þá mildaður í átta ár. Með góðri hegðun þarf hann þó mögulega ekki að sitja af sér allan dóminn og gæti því losnað úr fangelsi fyrr. „Ég er virkilega hrædd og það er í raun skelfilegt að hann eigi möguleika á að losna fyrr,“ sagði Eriksson í sjónvarpsþættinu Skavlan í kvöld. Hún nýtur verndar og hefur skipt um nafn. Þá hefur hún gengið til sálfræðings til að vinna úr áfallinu sem hún varð fyrir vegna ránsins. Hún kynntist lækninum, Martin Trenneborg, þegar hún vann sem fylgdarkona í Stokkhólmi. Hann hafði kynnt sig áður en þau hittust sem Bandaríkjamann sem byggi í London. Þau hittust svo en þá byrlaði læknirinn Eriksson ólyfjan og ók með hana á bæ sem hann átti í sveitinni á Skáni. Þar hafði hann komið upp hljóðeinangruðu herbergi og ætlaði að halda Eriksson fanginni í mörg ár. Þorði ekki að stunda kynlíf með henni „Ég vaknaði og var með nál í handleggnum sem ég reif úr. Ég reyndi svo að ráðast á hann en ég var svo lyfjuð að ég gat það varla. Hann greip svo um úlnliðinn á mér og sagði að ef ég myndi reyna eitthvað svona aftur þá myndi hann hlekkja mig við rúmið og bara gefa skorpubrauð að borða,“ sagði Eriksson í kvöld. Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að maðurinn þarfnaðist mikillar nándar. Hann vildi að hann og Eriksson svæfu saman og hann þurfti stöðuga líkamlega snertingu en hann þorði þó ekki að stunda kynlíf með henni þar sem hann óttaðist að hún væri með kynsjúkdóma. Læknirinn tók því blóðprufur úr Eriksson til að kanna hvort hún væri með einhverja sjúkdóma. „Hann langaði til að stunda óvarið kynlíf,“ sagði Eriksson í Skavlan í kvöld. Niðurstöðurnar komu hins vegar ekki áður en hún slapp frá honum og því nauðgaði hann henni aldrei. Þá rétti hann henni eitt sinn byssu og bað hana að skjóta hann. „Hann sagði að hann gæti ekki farið í fangelsi og þess vegna vildi hann að ég myndi skjóta hann. En það kom í ljós að þetta var ekki alvörubyssa heldur var hann bara að prófa mig og hvað ég gæti hugsanlega gert. Það var heppilegt að ég tók ekki í gikkinn.“Hér má sjá þátt Skavlan en viðtalið við Eriksson byrjar um það bil á mínútu 37:30.
Tengdar fréttir Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51 Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23 Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan á SVT og NRK í kvöld. 13. janúar 2017 10:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Sænski læknirinn hafði gert samning fyrir konuna sem kvað á um hvernig hann mætti misnota hana Réttarhöld hafin yfir sænska lækninum sem er ákærður fyrir að nauðga konu ítrekað sem hann hélt innilokaðri í rammgirtu byrgi. 25. janúar 2016 12:51
Sænski læknirinn dæmdur í tíu ára fangelsi Læknirinn var sakfelldur fyrir að hafa haldið konu fanginni í hljóðeinangruðu byrgi á Skáni í fimm daga í haust. 23. febrúar 2016 10:23
Isabel var rænt af sænska lækninum: "Hann vildi að við svæfum saman“ Konan, sem var rænt af sænskum lækni í september 2015 og haldið fanginni í um viku, verður í viðtali í þætti Fredirk Skavlan á SVT og NRK í kvöld. 13. janúar 2017 10:13