Erlent

Árásin í Istanbúl á nýársnótt: Masharipov játar sekt

atli ísleifsson skrifar
Tyrknesk lögregla birti þessa mynd af Abdulkadir Masharipov í gær.
Tyrknesk lögregla birti þessa mynd af Abdulkadir Masharipov í gær. Vísir/AFP
Maðurinn sem grunaður er um að fara staðið að árásinni á skemmtistaðinn Reina í Istanbúl á nýársnótt hefur játað sekt við yfirheyrslur. Vasip Sahin, ríkisstjóri Istanbúl, greinir frá þessu.

Sahin segir að maðurinn, Abdulkadir Masharipov, úsbeskur ríkisborgari, hafi hlotið þjálfun í Afganistan og komið til Tyrklands í janúar 2016.

Masharipov var handtekinn á heimili félaga síns, manns frá Kirgistan, í Istanbúl í gærkvöldi.

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að félagi Masharipov og þrjár konur til viðbótar hafi einnig verið handtekin. Þá voru skotvopn gerð upptæk.

Hryðjuverkasamtökin ISIS höfðu áður greint frá því að „hermaður“ samtakanna hafi borið ábyrgð á árásinni þar sem 39 manns fórust og tugir særðust.

Fórnarlömbin voru meðal annars frá Tyrklandi, Ísrael, Frakklandi, Túnis, Líbanon, Indlandi, Belgíu, Jórdaníu og Sádi-Arabíu. Fingraför Masharipov fundust á vettvangi árásarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×