Innlent

Skóparið er Birnu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Meðal annars hefur Landhelgisgæslan leitað Birnu í dag.
Meðal annars hefur Landhelgisgæslan leitað Birnu í dag. vísir/ernir
Skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði í gær er í eigu Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið að frá því á laugardag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Grímur segir að lögreglan hafi fengið til sín einstakling sem taldi sig geta staðfest að um skóna hennar Birnu væri að ræða, en til greina hefur komið að taka af þeim DNA-lífsýni, sem hins vegar tekur nokkurn tíma að greina.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Birnu en björgunarsveitir einblína fyrst og fremst á það svæði þar sem skórnir fundust; umhverfis Hafnarfjarðarhöfn. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið fengnar til leitarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×