Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2017 06:00 Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira