Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2017 07:00 Fjöldi manns mætti í útför 23 ára gamals manns, Junus Gormek, sem lét lífið í skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt ásamt 38 öðrum. vísir/afp Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29
Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03
Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15