Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2017 07:00 Fjöldi manns mætti í útför 23 ára gamals manns, Junus Gormek, sem lét lífið í skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt ásamt 38 öðrum. vísir/afp Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Daish-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast bera ábyrgð á skotárásinni í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Í yfirlýsingunni kemur þó ekki fram hvort árásarmaðurinn hafi verið sendur út af örkinni til að drepa fólk eða tekið það upp hjá sjálfum sér. Hann myrti að minnsta kosti 39 manns og særði 69. Hinir látnu voru af tólf þjóðernum, flestir frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu en einn til þrír frá Líbanon, Írak, Túnis, Indlandi, Marokkó, Jórdaníu, Kúveit, Kanada, Ísrael, Sýrlandi og Rússlandi. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við árásina, en árásarmaðurinn var ekki þar á meðal. Honum tókst að sleppa og gekk enn laus í gær. Síðustu tvö ár hafa hryðjuverk og árásir af ýmsu tagi verið tíðar í Tyrklandi. Ýmist eru það Daish-samtökin eða herskáir Kúrdar sem hafa lýst yfir ábyrgð eða eru grunuð um ofbeldisverk þessi. Þessar árásir hafa kostað hátt í fimm hundruð manns lífið, en þar eru þó ekki meðtaldir þeir sem létu lífið í átökunum sem brutust út eftir að hluti tyrkneska hersins gerði misheppnaða tilraun til að ræna völdum í landinu þann 15. júlí á nýliðnu ári. Þau átök kostuðu um 240 manns lífið auk þess sem meira en 1.400 særðust. Erdogan forseti segist sannfærður um að Gülen-hreyfingin hafi staðið á bak við þessa misheppnuðu valdaránstilraun, enda þótt leiðtogi hennar, klerkurinn Fetullah Gülen, sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, þvertaki fyrir að hafa átt nokkurn hlut að máli. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar hóf Erdogan víðtækar hreinsanir í flestum helstu valda- og áhrifastofnunum landsins. Tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna, dómara, kennara og blaðamanna voru handteknir og alls voru meira en hundrað þúsund manns teknir höndum. Erdogan forseti hefur jafnframt notað tímann til þess að undirbúa breytingar á stjórnskipan landsins, sem meðal annars eiga að tryggja honum sjálfum stóraukin völd. Drög að nýrri stjórnarskrá voru samþykkt í þingnefnd rétt fyrir áramótin, en óljóst er hvort þau verða borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólgan í Tyrklandi síðustu misseri hefur bitnað á ferðaþjónustunni þar í landi. Færri ferðamenn leggja þangað leið sína en áður, þótt stjórnvöld leggi áherslu á að fólki sé alveg óhætt að koma.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29
Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03
Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UNWomen í Evrópu og Mið-Asíu segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. 21. desember 2016 13:15