Erlent

33 fangar dóu í fangelsi í Brasilíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá aðgerðum lögreglu á sunnudaginn.
Frá aðgerðum lögreglu á sunnudaginn. Vísir/AFP
Minnst 33 fangar eru látnir eftir óeirðir í fangelsi í norðanverðri Brasilíu. Einhverjir hinna látnu voru hálshöggvnir eins og í fangelsisóeirðunum sem voru í landinu á sunnudaginn þegar minnst 56 létu lífið. Núna urðu óeirðirnar í fangelsi sem ber heitið Penitenciária Agrícola de Monte Cristo.

Ríkisstjóri Roraima héraðs kennir glæpasamtökum um óerðirnar og morðin, en segir yfirvöld hafa náð stjórn á svæðinu samkvæmt BBC.

Óeirðirnar á sunnudaginn voru þær mannskæðustu í Brasilíu í tvö ár og sluppu 87 fangar úr fangelsins. Embættismenn segja að búið sé að handsama 40 af þeim aftur. Óeirðirnar stóðu yfir í 17 klukkustundir.

Brasilía er í fjórða sæti yfir ríki með flesta íbúa í fangelsum í heiminum og eru fangelsin þar í landi mjög þétt setin. Sem dæmi er stærsta fangelsi landsins hannað fyrir 454 fanga, en þar eru nú 1.224 fangar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×