Enski boltinn

Sevilla og Bournemouth vilja affrysta Sakho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho hefur ekkert leikið með aðalliði Liverpool í vetur.
Sakho hefur ekkert leikið með aðalliði Liverpool í vetur. vísir/getty
Sevilla og Bournemouth eru meðal liða sem horfa hýru auga til Mamadous Sakho, varnarmanns Liverpool.

Frakkinn hefur ekkert leikið með aðalliði Liverpool á tímabilinu en honum lenti saman við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, á undirbúningstímabilinu. Síðan þá hefur hann verið í frystinum hjá Þjóðverjanum.

Liverpool myndi frekar kjósa að selja Sakho frekar en að lána, en félagið vill fá meira en 20 milljónir punda fyrir hann.

Bournemouth er í miðvarðaleit eftir að Chelsea kallaði Nathan Aké til baka úr láni í dag.

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, hefur áhuga á Sakho, sem og samherja hans hjá Liverpool, Joe Gomez.

Bournemouth keypti tvo leikmenn frá Liverpool síðasta sumar, þá Jordon Ibe og Brad Smith.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×