Enski boltinn

Krökkunum hans Klopp mistókst að vinna D-deildarlið Plymouth

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool fann ekki leiðina í gegnum varnarmúr Plymouth.
Liverpool fann ekki leiðina í gegnum varnarmúr Plymouth. Vísir/Getty
Liverpool mistókst að vinna D-deildarlið Plymouth Argyle þegar liðin mættust á Anfield í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og liðin þurfa því að mætast aftur á Home Park, heimavelli Plymouth.

Jürgen Klopp stillti upp yngsta byrjunarliði í sögu Liverpool en meðalaldur þess var aðeins 21 ár og 296 dagar.

Þrátt fyrir að einoka boltann skapaði Liverpool sér ekki mörg opin færi gegn vel skipulagðri vörn Plymouth.

Klopp setti Daniel Sturridge, Roberto Firmino og Adam Lallana inn á í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Gestirnir frá Plymouth héldu út og tryggðu sér annan leik á sínum heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×