Lögreglumaður sakaður um að hafa þegið tugi milljóna í mútufé frá eiturlyfjabarón Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2017 10:48 Gjermund Cappelen (t.v.) og Eirik Jensen (t.h) í dómssal í morgun. Skjáskot úr myndskeiði NRK Réttarhöld hófust yfir rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Eirik Jensen og eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen í héraðsdómi í norsku höfuðborginni Ósló í morgun. Jensen er ákærður um grófa spillingu og að þegið mútufé fyrir að aðstoða Cappelen að smygla samtals 13,9 tonn af hassi til Noregs. Jensen lýsti sig í morgun saklausan af ákæru en Capellen viðurkenndi sekt. Cappellen er sakaður um að hafa flutt inn eða gert tilraun til að flytja inn alls 16,8 tonn af hassi til Noregs. Lögreglumaðurinn fyrrverandi er einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann játar sekt að hluta í þeim ákærulið. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í morgun. Lýsa þeir spennuþrungnu andrúmsloftinu í réttarsalnum þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í fyrsta sinn í þrjú ár, en þeir hafa þekkst í um fimmtán ár. Þeir tókust ekki í hendur.Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnJensen hefur áður sagt Cappelen hafa um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæðastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins. Í frétt Verdens Gang segir að þeir Jensen og Cappelen hafi ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vilja meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen segir hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í múturDegi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hefur við yfirheyrslur sagst hafa fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar segja Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða. Reiknað er með að réttarhöldin muni standa fram á sumar. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Réttarhöld hófust yfir rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Eirik Jensen og eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen í héraðsdómi í norsku höfuðborginni Ósló í morgun. Jensen er ákærður um grófa spillingu og að þegið mútufé fyrir að aðstoða Cappelen að smygla samtals 13,9 tonn af hassi til Noregs. Jensen lýsti sig í morgun saklausan af ákæru en Capellen viðurkenndi sekt. Cappellen er sakaður um að hafa flutt inn eða gert tilraun til að flytja inn alls 16,8 tonn af hassi til Noregs. Lögreglumaðurinn fyrrverandi er einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann játar sekt að hluta í þeim ákærulið. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í morgun. Lýsa þeir spennuþrungnu andrúmsloftinu í réttarsalnum þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í fyrsta sinn í þrjú ár, en þeir hafa þekkst í um fimmtán ár. Þeir tókust ekki í hendur.Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnJensen hefur áður sagt Cappelen hafa um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæðastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins. Í frétt Verdens Gang segir að þeir Jensen og Cappelen hafi ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vilja meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen segir hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í múturDegi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hefur við yfirheyrslur sagst hafa fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar segja Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða. Reiknað er með að réttarhöldin muni standa fram á sumar.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira