Lögreglumaður sakaður um að hafa þegið tugi milljóna í mútufé frá eiturlyfjabarón Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2017 10:48 Gjermund Cappelen (t.v.) og Eirik Jensen (t.h) í dómssal í morgun. Skjáskot úr myndskeiði NRK Réttarhöld hófust yfir rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Eirik Jensen og eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen í héraðsdómi í norsku höfuðborginni Ósló í morgun. Jensen er ákærður um grófa spillingu og að þegið mútufé fyrir að aðstoða Cappelen að smygla samtals 13,9 tonn af hassi til Noregs. Jensen lýsti sig í morgun saklausan af ákæru en Capellen viðurkenndi sekt. Cappellen er sakaður um að hafa flutt inn eða gert tilraun til að flytja inn alls 16,8 tonn af hassi til Noregs. Lögreglumaðurinn fyrrverandi er einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann játar sekt að hluta í þeim ákærulið. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í morgun. Lýsa þeir spennuþrungnu andrúmsloftinu í réttarsalnum þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í fyrsta sinn í þrjú ár, en þeir hafa þekkst í um fimmtán ár. Þeir tókust ekki í hendur.Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnJensen hefur áður sagt Cappelen hafa um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæðastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins. Í frétt Verdens Gang segir að þeir Jensen og Cappelen hafi ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vilja meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen segir hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í múturDegi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hefur við yfirheyrslur sagst hafa fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar segja Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða. Reiknað er með að réttarhöldin muni standa fram á sumar. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Réttarhöld hófust yfir rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Eirik Jensen og eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen í héraðsdómi í norsku höfuðborginni Ósló í morgun. Jensen er ákærður um grófa spillingu og að þegið mútufé fyrir að aðstoða Cappelen að smygla samtals 13,9 tonn af hassi til Noregs. Jensen lýsti sig í morgun saklausan af ákæru en Capellen viðurkenndi sekt. Cappellen er sakaður um að hafa flutt inn eða gert tilraun til að flytja inn alls 16,8 tonn af hassi til Noregs. Lögreglumaðurinn fyrrverandi er einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann játar sekt að hluta í þeim ákærulið. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í morgun. Lýsa þeir spennuþrungnu andrúmsloftinu í réttarsalnum þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í fyrsta sinn í þrjú ár, en þeir hafa þekkst í um fimmtán ár. Þeir tókust ekki í hendur.Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnJensen hefur áður sagt Cappelen hafa um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæðastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins. Í frétt Verdens Gang segir að þeir Jensen og Cappelen hafi ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vilja meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen segir hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í múturDegi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hefur við yfirheyrslur sagst hafa fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar segja Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða. Reiknað er með að réttarhöldin muni standa fram á sumar.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira