Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. desember 2017 08:00 Theresa May og Jean Claude Juncker voru hæstánægð á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Getty Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út. Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út.
Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17
Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20