Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 21:17 Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997-2007. Vísir/Getty Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“ Brexit Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“
Brexit Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira