Fórnun Franken matreidd sem merki um betra siðferði Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2017 16:00 Al Franken þegar hann yfirgaf þinghúsið í gær. Vísir/Getty Með því að bola Al Franken frá þinginu vegna ásakana um kynferðislega áreitni vilja Demókratar aðskilja sig greinilega frá Repúblikönum og taka harða stöðu gegn kynferðislegu ofbeldi. Eða í hið minnsta sýna kjósendum þá mynd af flokknum. Fjöldi Demókrata kallaði eftir því að Franken myndi segja af sér, sem hann ætlar að gera á næstu vikum. Svipaða sögu er að segja af þingmanninum John Conyer sem mun láta af þingmennsku eftir að hafa setið á þingi frá 1965. Hann hefur verið sakaður um að hafa áreitt konur kynferðislega.Það er liður í markvissri stefnumörkun varðandi ofbeldi og skýrum skilaboðum til kjósenda. Þeir eru tilbúnir til að fórna hagsmunum sínum til þess að ná siðferðislegri stöðu. Í ræðunni þar sem Franken tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér skaut hann föstum skotum að Repúblikönum.„Ég er að fara, á meðan maður sem hefur montað sig, á upptöku, af sögu hans um kynferðisbrot situr í skrifstofu forseta Bandaríkjanna og maður sem hefur ítrekað sóst eftir ungum stúlkum sækist eftir sæti á þinginu, með fullum stuðningi Repúblikanaflokksins,“ sagði Franken.Skýr skilaboð Þetta eru nákvæmlega þau skilaboð sem greinendur telja að Demókratar ætli sér að keyra á í þingkosningunum á næsta ári. Með því vilja þeir meðal annars fá fleiri konur og ungt fólk til að kjósa. Þingmaðurinn Tim Kaine sagði í gær að afsögn Franken myndi setja ný viðmið fyrir þingmenn.„Nú er það ljóst að hegðun af þessu tagi, áður en þú tekur við embættinu er eitthvað sem þingið á að taka alvarlega. Það á að ná til allra, hvort sem þeir eru Demókratar eða Repúblikanar.“ Eins og tekið er fram í grein Washington Post er þó með öllu óljóst hvort að vitundarvakningin sem kennd er við #MeToo muni skila sér inn í stjórnmálin og verða sterkari en hollusta kjósenda við stjórnmálaflokka.Mikilvægur þriðjudagurÞað gæti komið í ljós á þriðjudagskvöldið þegar sérstakar kosningar til öldungadeildarinnar fara fram í Alabama. Þar keppast Repúblikaninn Roy Moore og Demókratinn Doug Jones um þingsæti Jeff Sessions, sem nú er dómsmálaráðherra. Minnst níu konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Roy Moore hafi elst við þær þegar hann var á fertugsaldri og þær á táningsaldri. Minnst tvær þeirra segja hann hafa brotið gegn sér. Ein segir hann hafa káfað á sér og önnur segir hann hafa reynt að þvinga hana til munnmaka. Donald Trump hefur lýst yfir fullum stuðningi sínum við Roy Moore og landsnefnd flokksins ákvað að veita framboði hans fjármuni að nýju. Þingmenn flokksins hafa þar að auki reynt að forðast það að svara spurningum um skoðanir sínar á Moore og segja iðulega að það sé kjósenda í Alamaba að ákveða. Trump tísti nú fyrir skömmu þar sem hann lýsti enn og aftur yfir stuðningi við Moore. Forsetinn segir að kjör Moore sé nauðsynlegt svo hann geti komið helstu málum sínum í gegnum þingið.LAST thing the Make America Great Again Agenda needs is a Liberal Democrat in Senate where we have so little margin for victory already. The Pelosi/Schumer Puppet Jones would vote against us 100% of the time. He’s bad on Crime, Life, Border, Vets, Guns & Military. VOTE ROY MOORE! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 8, 2017 Þó gæti það reynst Demókrötum erfitt að ná til Repúblikana með málflutningi þessum. Samkvæmt Politico sýna kannanir að kjósendur Repúblikana telji kynferðisbrot vera vandamál Demókrata. Kjósendur Demókrata telja hins vegar að kynferðisbrot séu vandi allra.Árangur þessarar stefnu mun koma í ljós í nóvember á næsta ári þegar Bandaríkjamenn ganga til þingkosninga. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Repúblikanar styrkja aftur frambjóðanda sem er sakaður um kynferðisáreitni Fyrir nokkrum vikum hætti landsnefnd repúblikana stuðningi við Roy Moore í Alabama. Eftir stuðningsyfirlýsingu Trump í gær hefur hún aftur fylkt sér að baki frambjóðandanum. 5. desember 2017 10:36 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Með því að bola Al Franken frá þinginu vegna ásakana um kynferðislega áreitni vilja Demókratar aðskilja sig greinilega frá Repúblikönum og taka harða stöðu gegn kynferðislegu ofbeldi. Eða í hið minnsta sýna kjósendum þá mynd af flokknum. Fjöldi Demókrata kallaði eftir því að Franken myndi segja af sér, sem hann ætlar að gera á næstu vikum. Svipaða sögu er að segja af þingmanninum John Conyer sem mun láta af þingmennsku eftir að hafa setið á þingi frá 1965. Hann hefur verið sakaður um að hafa áreitt konur kynferðislega.Það er liður í markvissri stefnumörkun varðandi ofbeldi og skýrum skilaboðum til kjósenda. Þeir eru tilbúnir til að fórna hagsmunum sínum til þess að ná siðferðislegri stöðu. Í ræðunni þar sem Franken tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér skaut hann föstum skotum að Repúblikönum.„Ég er að fara, á meðan maður sem hefur montað sig, á upptöku, af sögu hans um kynferðisbrot situr í skrifstofu forseta Bandaríkjanna og maður sem hefur ítrekað sóst eftir ungum stúlkum sækist eftir sæti á þinginu, með fullum stuðningi Repúblikanaflokksins,“ sagði Franken.Skýr skilaboð Þetta eru nákvæmlega þau skilaboð sem greinendur telja að Demókratar ætli sér að keyra á í þingkosningunum á næsta ári. Með því vilja þeir meðal annars fá fleiri konur og ungt fólk til að kjósa. Þingmaðurinn Tim Kaine sagði í gær að afsögn Franken myndi setja ný viðmið fyrir þingmenn.„Nú er það ljóst að hegðun af þessu tagi, áður en þú tekur við embættinu er eitthvað sem þingið á að taka alvarlega. Það á að ná til allra, hvort sem þeir eru Demókratar eða Repúblikanar.“ Eins og tekið er fram í grein Washington Post er þó með öllu óljóst hvort að vitundarvakningin sem kennd er við #MeToo muni skila sér inn í stjórnmálin og verða sterkari en hollusta kjósenda við stjórnmálaflokka.Mikilvægur þriðjudagurÞað gæti komið í ljós á þriðjudagskvöldið þegar sérstakar kosningar til öldungadeildarinnar fara fram í Alabama. Þar keppast Repúblikaninn Roy Moore og Demókratinn Doug Jones um þingsæti Jeff Sessions, sem nú er dómsmálaráðherra. Minnst níu konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Roy Moore hafi elst við þær þegar hann var á fertugsaldri og þær á táningsaldri. Minnst tvær þeirra segja hann hafa brotið gegn sér. Ein segir hann hafa káfað á sér og önnur segir hann hafa reynt að þvinga hana til munnmaka. Donald Trump hefur lýst yfir fullum stuðningi sínum við Roy Moore og landsnefnd flokksins ákvað að veita framboði hans fjármuni að nýju. Þingmenn flokksins hafa þar að auki reynt að forðast það að svara spurningum um skoðanir sínar á Moore og segja iðulega að það sé kjósenda í Alamaba að ákveða. Trump tísti nú fyrir skömmu þar sem hann lýsti enn og aftur yfir stuðningi við Moore. Forsetinn segir að kjör Moore sé nauðsynlegt svo hann geti komið helstu málum sínum í gegnum þingið.LAST thing the Make America Great Again Agenda needs is a Liberal Democrat in Senate where we have so little margin for victory already. The Pelosi/Schumer Puppet Jones would vote against us 100% of the time. He’s bad on Crime, Life, Border, Vets, Guns & Military. VOTE ROY MOORE! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 8, 2017 Þó gæti það reynst Demókrötum erfitt að ná til Repúblikana með málflutningi þessum. Samkvæmt Politico sýna kannanir að kjósendur Repúblikana telji kynferðisbrot vera vandamál Demókrata. Kjósendur Demókrata telja hins vegar að kynferðisbrot séu vandi allra.Árangur þessarar stefnu mun koma í ljós í nóvember á næsta ári þegar Bandaríkjamenn ganga til þingkosninga.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Repúblikanar styrkja aftur frambjóðanda sem er sakaður um kynferðisáreitni Fyrir nokkrum vikum hætti landsnefnd repúblikana stuðningi við Roy Moore í Alabama. Eftir stuðningsyfirlýsingu Trump í gær hefur hún aftur fylkt sér að baki frambjóðandanum. 5. desember 2017 10:36 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Repúblikanar styrkja aftur frambjóðanda sem er sakaður um kynferðisáreitni Fyrir nokkrum vikum hætti landsnefnd repúblikana stuðningi við Roy Moore í Alabama. Eftir stuðningsyfirlýsingu Trump í gær hefur hún aftur fylkt sér að baki frambjóðandanum. 5. desember 2017 10:36
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20