Repúblikanar styrkja aftur frambjóðanda sem er sakaður um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 10:36 Á meðal þess sem hefur komið fram er að Moore hafi verið á bannlista í verslunarmiðstöð í Alabama vegna þess að hann var þekktur fyrir að eltast við ungar stúlkur þar. Vísir/AFP Landsnefnd Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur ákveðið að byrja aftur að styrkja framboð Roy Moore, frambjóðanda flokksins í Alabama, sem sakaður er um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við unglingsstúlkur. Ákvörðun nefndarinnar kemur í kjölfar þess að Donald Trump forseti lýsti yfir stuðningi við Moore í gær. Moore er frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarþingsætis Albama sem kosið verður um 12. desember. Í síðasta mánuði stigu nokkrar konur fram og lýstu því hvernig Moore hefði elst við þær eða haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein konan var fjórtán ára þegar hún segir Moore hafa kysst sig og káfað á sér. Síðast í gær lagði ein kvennanna fram sannanir um samband þeirra Moore þegar hún var sautján ára en hann 34 ára. Moore er nú sjötugur. Eftir að ásakanirnar á hendur Moore komu fram dró landsnefnd repúblikana stuðning sinn við framboð hans til baka. Á þeim tíma sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, að Moore ætti að draga framboðið til baka og að hann tryði konunum sem hefðu stigið fram. Var jafnvel talað um að þingmenn myndu vísa Moore úr öldungadeildinni færi svo að hann yrði kjörinn.Forsetinn tók ákvörðuninaUndanfarið hefur þó kveðið við nokkuð annar hljómur í repúblikönum. McConnell segir nú að það sé í höndum kjósenda í Alabama hvað verður um Moore. Landsnefndin steig svo skrefið til fulls í gær eftir að Trump forseti lýsti yfir stuðningi við frambjóðandann. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Moore sé með naumt forskot á Doug Jones, frambjóðanda demókrata, eftir að Jones hafði í sumum könnnunum janfnvel mælst með forskot fyrst eftir að ásakanirnar komu fram.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi verið Trump sem tók ákvörðunina um að repúblikanar skyldu fylkja sér aftur að baki Moore. Ástæðan hafi meðal annars verið hagstæðari skoðanakannanir og að forsetinn hafi verið viss um að honum yrði kennt um að hluta til ef Moore tapaði fyrir Jones. Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Landsnefnd Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur ákveðið að byrja aftur að styrkja framboð Roy Moore, frambjóðanda flokksins í Alabama, sem sakaður er um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við unglingsstúlkur. Ákvörðun nefndarinnar kemur í kjölfar þess að Donald Trump forseti lýsti yfir stuðningi við Moore í gær. Moore er frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarþingsætis Albama sem kosið verður um 12. desember. Í síðasta mánuði stigu nokkrar konur fram og lýstu því hvernig Moore hefði elst við þær eða haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein konan var fjórtán ára þegar hún segir Moore hafa kysst sig og káfað á sér. Síðast í gær lagði ein kvennanna fram sannanir um samband þeirra Moore þegar hún var sautján ára en hann 34 ára. Moore er nú sjötugur. Eftir að ásakanirnar á hendur Moore komu fram dró landsnefnd repúblikana stuðning sinn við framboð hans til baka. Á þeim tíma sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, að Moore ætti að draga framboðið til baka og að hann tryði konunum sem hefðu stigið fram. Var jafnvel talað um að þingmenn myndu vísa Moore úr öldungadeildinni færi svo að hann yrði kjörinn.Forsetinn tók ákvörðuninaUndanfarið hefur þó kveðið við nokkuð annar hljómur í repúblikönum. McConnell segir nú að það sé í höndum kjósenda í Alabama hvað verður um Moore. Landsnefndin steig svo skrefið til fulls í gær eftir að Trump forseti lýsti yfir stuðningi við frambjóðandann. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Moore sé með naumt forskot á Doug Jones, frambjóðanda demókrata, eftir að Jones hafði í sumum könnnunum janfnvel mælst með forskot fyrst eftir að ásakanirnar komu fram.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi verið Trump sem tók ákvörðunina um að repúblikanar skyldu fylkja sér aftur að baki Moore. Ástæðan hafi meðal annars verið hagstæðari skoðanakannanir og að forsetinn hafi verið viss um að honum yrði kennt um að hluta til ef Moore tapaði fyrir Jones.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08