„Við viljum finna aðra Jörð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:30 „Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
„Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00