Stórleik Arsenal og Tottenham lauk með 2-0 sigri heimamanna. Manchester United, Chelsea og Bournemouth skoruðu öll fjögur mörk hver.
Fjögur mörk voru skoruð í leik Crystal Palace og Everton þar sem Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sitt fyrsta mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Burnley lagði Swansea 2-0 og Manchester City skoraði tvö gegn Leicester.
Þá skoraði Mohamed Salah tvö mörk fyrir Liverpool í 3-0 sigri á Southampton.
Öll mörk dagsins og önnur atvik úr leikjunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni.
Manchester United - Newcastle 4-1