Erlent

Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín

Þórdís Valsdóttir skrifar
Irma mun færa sig norður eftir vesturströnd Flórída skaga seinna í dag.
Irma mun færa sig norður eftir vesturströnd Flórída skaga seinna í dag. Vísir/Getty
„Stormurinn er kominn,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída. Yfirvöld í Flórída hafa gengið húsa á milli til að vara íbúa við fellibylnum og í kjölfar þess hefur skapast mikil umferðarteppa í norðurátt. Meira en 5,6 milljónum íbúum hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín.

„Ef þið hafið fengið skipanir að yfirgefa heimili ykkar, farið strax. Ekki í kvöld, ekki eftir klukkustund, heldur núna,“ sagði Rick Scott í gærkvöldi.

Um miðjan dag í dag var auga fellibylsins tæpum 300 kílómetrum frá Key West í Flórída ríki. Fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín hafa reynt að mjaka sér norðar í fylkið og nú eru um 50 þúsund manns í 260 neyðarskýlum í Flórída. Rick Scott segir að um 70 skýli enn muni opna í dag.

Fellibylurinn Irma skall á Kúbu seint á föstudag og Irma var þá flokkuð sem fimmta stigs fellibylur. Síðan þá hefur styrkur fellibylsins minnkað og er hann nú fjórða stigs fellibylur.

Sjö metra háar öldur skullu á strönd Kúbu. Irma hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í eyjum Karíbahafsins og í það minnsta 23 hafa látið lífið.

Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna spáir því að Irma geti magnast upp í fimmta stigs fellibyl á ný áður en hún kemur að ströndum Flórída.


Tengdar fréttir

Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki

Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×