Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Flóð hrjá íbúa norðurstrandar Haítí eftir að Irma gekk þar yfir. Nordicphotos/AFP Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira