Tyrkneska þjóðin greiðir atkvæði um aukin völd forsetans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 09:11 Kjörstaðir voru opnaðir í morgun. Búast má við fyrstu niðurstöðum seint í kvöld. vísir/afp Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira