Einn besti leikmaður Leicester City, Riyad Mahrez, fór fram á það við félagið í dag að það sleppi honum svo hann geti róið á önnur mið í sumar.
Þessi 26 ára leikmaður, sem var keyptur á 400 þúsund pund frá Le Havre, sagðist hafa samþykkt að vera áfram eitt ár í viðbót í kjölfar þess að Leicester varð Englandsmeistari fyrir ári síðan.
„Þá ákváðum við að það væri best að ég yrði hér eitt ár í viðbót. Ég hef átt fjögur frábær ár hérna og er afar stoltur af því sem við afrekuðum hér. Af virðingu við félagið og stuðningsmenn vil ég vera heiðarlegur. Ég vildi því láta vita að ég hef beðið félagið um að sleppa mér. Minn tími hér er liðinn,“ sagði Mahrez.
Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar fyrir ári síðan. Arsenal er sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa hann.
Mahrez vill losna frá Leicester
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

