May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:49 Theresa May boðar afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira