May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:49 Theresa May boðar afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent