May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:49 Theresa May boðar afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er tilbúin að afnema mannréttindalög til að auðvelda stjórnvöldum að beita sér gegn meintum hryðjuverkamönnum. Markmiðið er að auðvelda brottvísanir fólks sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi og herða eftirlit með því þegar ógn er talin stafa af því en ekki eru næg gögn til að ákæra það. Lengri fangelsisdómar fyrir þá sem eru sakfelldir fyrir brot tengd hryðjuverkum eru einnig á meðal þess sem May boðar nú þegar aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur er þar til Bretar kjósa í þingkosningum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur gagnrýnt May fyrir að hafa fækkað lögreglumönnum um 20.000 þegar hún var innanríkisráðherra í kjölfar hryðjuverkanna í Manchester og London. „Ég meina líka að við gerum meira til að skerða frelsi og ferðir þeirra sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi þegar við höfum nægjanlegar sannanir til að vita að þeir séu ógn en ekki nægar til að ákæra þá fyrir dómi. Ef mannréttindalög stöðva okkur í því, þá munum við breyta þeim lögum til að við getum það,“ segir May samkvæmt frétt The Guardian.Hefur átt í vök að verjastOrð May hafa vakið harða gagnrýni Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata. Flokkur Corbyn sakar íhaldsmenn um meiriháttar stefnubreytingu á lokametrum kosningabaráttunnar og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segir May hrinda af stað „kjarnorkukapphlaupi“ í hryðjuverkalögum. „Það sem eina sem hún vill gera er að draga úr frelsi, ekki hryðjuverkum,“ segir Farron samkvæmt BBC. Íhaldsflokkurinn hefur áður lofað því að yfirgefa ekki Mannréttindasáttmála Evrópu á næsta þingi. Þingmenn hans gætu hins vegar reynt að breyta breskum mannréttindalögum eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um öryggismál eftir hryðjuverkin í Manchester og á Londonbrúnni. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur May nái ekki hreinum meirihluta á þingi þrátt fyrir að hann hafi framan af mælst með afgerandi forystu á Verkamannaflokkinn.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira