Þingkona segir spurningar um barneignir óásættanlegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 07:08 Jacinda Ardern, nýkjörinn leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins. Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira