Erlent

Elsta háhýsi Teheran-borgar hrundi í bruna

atli ísleifsson skrifar
Áður en byggingin hrundi höfðu íranskir fjölmiðlar greint frá því að um þrjátíu manns hafi slasast í eldinum.
Áður en byggingin hrundi höfðu íranskir fjölmiðlar greint frá því að um þrjátíu manns hafi slasast í eldinum. Vísir/EPA
Elsta háhýsi írönsku höfuðborgarinnar Teheran hrundi í morgun eftir að eldur kom þar upp í nótt.

Byggingin var reist snemma á sjöunda áratugnum og var rýmd þegar eldurinn kom upp. Ekki er ljóst hvort að einhver hafi farist.

Áður en byggingin hrundi höfðu íranskir fjölmiðlar greint frá því að um þrjátíu manns hafi slasast í eldinum.

Byggingin var fimmtán hæða og nefnist Plasco. Þar var meðal annars að finna verslunarmiðstöð.

Uppfært 9:49:

Íranskir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að þrjátíu slökkviliðsmenn hafi látið lífið þegar byggingin hrundi. Frá þessu greinir Verdens Gang

Sjá má myndskeið af augnablikinu þegar byggingin hrundi að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×