Síðasti blaðamannafundur Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2017 11:02 Barack Obama hélt sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Barack Obama hélt í gær sinn síðasta blaðamannafund sem forseti Bandaríkjanna. Donald Trump tekur við embætti á morgun en núverandi forseti varaði eftirmann sinn við að hann myndi ekki sitja þegjandi hjá ef grunngildum Bandaríkjanna yrði ógnað undir stjórn Trump. „Ég held að þetta verði allt í lagi,“ svaraði Obama spurður um væntanlega forsetatíð Trump. „Við þurfum samt að halda áfram að berjast og taka engu sem gefnu.“ Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar tjái sig sem minnst um störf eftirmanna sinna og sagði Obama að hann myndi halda sig við það að mestu leyti, nema hann yrði vitni að því að „grunngildum“ Bandaríkjanna yrði ógnað. „Ef ég sé kerfisbundna mismunun verða lögleidda á einhvern hátt, til að mynda ef komið verður í veg fyrir að fólk geti kosið,“ sagði Obama aðspurður um hvað gæti orðið til þess að hann myndi tjá sig um störf Donald Trump sem forseti. Ljóst er að Trump og Obama eru ekki sammála í fjölmörgum málaflokkum og má þar nefna heilbrigðismál og umhverfismál. Reikna má með að stefna Bandaríkjanna í veigamiklum málaflokkum muni taka stakkaskiptum ef marka má orð Trump. Obama vonast þó til þess að starf forseta muni milda afstöð Trump. „Þegar hann tekur við embætti mun hann sjá hversu flókið það er í raun og veru að veita öllum heilbrigðisþjónustu eða skapa störf og það gæti fengið hann til þess að komast að sömu niðurstöðum og ég,“ sagði Obama. Trump mun taka við embætti á morgun við formlega athöfn í Washington. Obama var spurður hvað væri besta ráðið sem hann gæti veitt Trump. Svarið var einfalt, að hlusta á fólkið í kringum sig.“If we work hard and we're true to those things in us that…feel right, the world gets a little better each time.” https://t.co/A0xwumsNNI— The White House (@WhiteHouse) January 18, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47 Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Hundur Obama beit gest í Hvíta húsinu Hundurinn Sunny beit stúlku í kinnina með þeim afleiðingum að hún hlaut skurð. 15. janúar 2017 16:47
Donald Trump: „Brexit er frábært fyrir Bretland“ Trump lét ýmislegt falla í fyrsta viðtali sínu við breskan fjölmiðil. 15. janúar 2017 22:47