Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 19:30 Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld Mynd/Skjáskot/Ástrós Rut „Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira