Enski boltinn

Conte setur úrvalsdeildina í forgang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty
Antonio Conte beinir sjónum sínum að því að ná einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Chelsea dróst gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Okkar forgangur verður að vera á deildinni, að reyna að halda okkur uppi og berjast um Meistaradeildarsæti,“ sagði Conte á blaðamannafundi stuttu eftir að drátturinn var kunngjörður.

„Þetta verður að vera forgangurinn í augnablikinu. Svo þegar kemur að því að spila við Barcelona þá munum við byrja að hugsa um þann leik.“

Chelsea mætir Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Conte sagði eftir tapið gegn West Ham um helgina að það yrði ómögulegt fyrir Chelsea að ná að verja Englandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×