Puigdemont segir spænska ríkið hafa verið sigrað Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 10:03 Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur verið í Brussel í sjálfskipaðri útlegð að undanförnu. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst því yfir að spænska ríkið hafi verið sigrað eftir að aðskilnaðarsinnar tryggðu sér meirihluta þingsæta í kosningunum til héraðsþings í gær. Puigdemont er nú í Brussel í sjálfskipaðri útlegð og sagði niðurstöður kosninganna mikinn sigur fyrir „lýðveldi Katalóníu“. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna.Flokkur Rajoy beið afhroð Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Þegar búið var að telja nær öll atkvæðin voru flokkar aðskilnaðarsinna – JxCat, flokkur Puigdemont, vinstriflokkurinn ERC og Þjóðareining (CUP) – með sjötíu þingsæti og þar með meirihluta. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. 21. desember 2017 09:51 Sjálfstæðissinnar í Katalóníu halda meirihluta sínum Þrír flokkar sjálfstæðissinna eru með meirihluta en hægriflokkur sem er mótfallinn sjálfstæði er stærsti flokkurinn á héraðsþingi Katalóníu þegar flest atkvæði hafa verið talin. 21. desember 2017 22:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst því yfir að spænska ríkið hafi verið sigrað eftir að aðskilnaðarsinnar tryggðu sér meirihluta þingsæta í kosningunum til héraðsþings í gær. Puigdemont er nú í Brussel í sjálfskipaðri útlegð og sagði niðurstöður kosninganna mikinn sigur fyrir „lýðveldi Katalóníu“. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna.Flokkur Rajoy beið afhroð Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Þegar búið var að telja nær öll atkvæðin voru flokkar aðskilnaðarsinna – JxCat, flokkur Puigdemont, vinstriflokkurinn ERC og Þjóðareining (CUP) – með sjötíu þingsæti og þar með meirihluta.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. 21. desember 2017 09:51 Sjálfstæðissinnar í Katalóníu halda meirihluta sínum Þrír flokkar sjálfstæðissinna eru með meirihluta en hægriflokkur sem er mótfallinn sjálfstæði er stærsti flokkurinn á héraðsþingi Katalóníu þegar flest atkvæði hafa verið talin. 21. desember 2017 22:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. 21. desember 2017 09:51
Sjálfstæðissinnar í Katalóníu halda meirihluta sínum Þrír flokkar sjálfstæðissinna eru með meirihluta en hægriflokkur sem er mótfallinn sjálfstæði er stærsti flokkurinn á héraðsþingi Katalóníu þegar flest atkvæði hafa verið talin. 21. desember 2017 22:39