Kynferðisafbrotafaraldur skekur breska háskóla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 20:30 Fjöldi nemenda sem tilkynnt hafa um kynferðislega áreitni starfsfólks í breskum háskólum hleypur á hundruðum. Vísir/Getty Kynferðisafbrotafaraldur skekur nú breskt háskólasamfélag en gífurlegur fjöldi stúdenta þar í landi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks þess skóla sem þeir sækja.Samkvæmt fyrirspurn Guardian til 120 breskra háskóla höfðu komið upp að minnsta kosti 169 mál þar sem nemendur sökuðu starfsfólk um að hafa kynferðislega áreitt sig á tímabilinu 2011-2012 til 2016-2017. Þá höfðu að minnsta kosti 127 starfsmenn viðkomandi skóla sakað vinnufélaga sína um slíkt áreiti á sama tímabili. Þrátt fyrir þessar tölur er talið að vandamálið sé enn djúpstæðara en svo en samkvæmt upplýsingum Guardian hefur fjöldi fórnarlamba aldrei tilkynnt um að brotið hafi verið á sér, eða dregið ásakanir sínar til baka. Margir hafi óttast áhrif þessa mála á feril sinn. Ann Olivarius, lögfræðingur sem aðstoðað hefur fórnarlömb kynferðisofbeldis í Bretlandi, segir að tölurnar sýni einungis hluta vandamálsins. „Þessar tölur eru sláandi en því miður, af fenginni reynslu, að þá er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Kynferðislegt áreiti í garð nemenda af hálfu starfsfólk er orðið að faraldri í breskum háskólum. Flestir háskólar hafa enga verkferla til þess að taka fyrir það þegar starfsfólk beitir nemendur þrýstingi til þess að eiga í kynferðislegu sambandi við sig.“ „Ungar konur eru oft skelfingu lostnar yfir því að hugsa um afleiðingarnar af því ef þær segja frá á opinberum vettvangi og kvarta þar með yfir starfsfólki. Vegna þess að oft þegar þær gera það, hafa háskólarnir mestar áhyggjur af því að vernda orðspor sitt og gera þar með lítið úr hlutunum til þess að tryggja að ekki fari hátt um þessi brot.“ Aðrir lögfræðingar sem einnig hafa sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum hafa bent á að þeir háskólar sem tilkynni um flest slík brot, þurfi þó ekki að vera þeir skólar þar sem stærstu vandamálin er að finna. Þvert á móti, geta fleiri tilkynningar um brot bent til þess að verklag í þeim skólum sé betra en í öðrum skólum, þar sem ekki heyrist jafn mikið um kynferðisafbrot. Lítill hluti þeirra brota sem tilkynnt hafi verið af nemendum, hafa verið rannsökuð af lögreglunni en meirihluti þeirra tilvika er leystur innanhúss í skólunum. Olivarius hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bretlandi innleiði opinbert kerfi og verkferla til þess að takast á við slík brot. Sambönd á milli stúdenta í grunnnámi og kennara eigi að vera ólögleg. „Það verður að banna starfsfólki skólanna að eiga í kynferðislegu sambandi við stúdenta í grunnnámi auk þess sem kynferðislegt samband milli starfsfólk í sömu deild og mastersnema ætti einnig að vera bannað. Brot á þeim reglum ætti að fela í sér tafarlausan brottrekstur og tilkynningu til breskra yfirvalda.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Kynferðisafbrotafaraldur skekur nú breskt háskólasamfélag en gífurlegur fjöldi stúdenta þar í landi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks þess skóla sem þeir sækja.Samkvæmt fyrirspurn Guardian til 120 breskra háskóla höfðu komið upp að minnsta kosti 169 mál þar sem nemendur sökuðu starfsfólk um að hafa kynferðislega áreitt sig á tímabilinu 2011-2012 til 2016-2017. Þá höfðu að minnsta kosti 127 starfsmenn viðkomandi skóla sakað vinnufélaga sína um slíkt áreiti á sama tímabili. Þrátt fyrir þessar tölur er talið að vandamálið sé enn djúpstæðara en svo en samkvæmt upplýsingum Guardian hefur fjöldi fórnarlamba aldrei tilkynnt um að brotið hafi verið á sér, eða dregið ásakanir sínar til baka. Margir hafi óttast áhrif þessa mála á feril sinn. Ann Olivarius, lögfræðingur sem aðstoðað hefur fórnarlömb kynferðisofbeldis í Bretlandi, segir að tölurnar sýni einungis hluta vandamálsins. „Þessar tölur eru sláandi en því miður, af fenginni reynslu, að þá er þetta bara toppurinn á ísjakanum. Kynferðislegt áreiti í garð nemenda af hálfu starfsfólk er orðið að faraldri í breskum háskólum. Flestir háskólar hafa enga verkferla til þess að taka fyrir það þegar starfsfólk beitir nemendur þrýstingi til þess að eiga í kynferðislegu sambandi við sig.“ „Ungar konur eru oft skelfingu lostnar yfir því að hugsa um afleiðingarnar af því ef þær segja frá á opinberum vettvangi og kvarta þar með yfir starfsfólki. Vegna þess að oft þegar þær gera það, hafa háskólarnir mestar áhyggjur af því að vernda orðspor sitt og gera þar með lítið úr hlutunum til þess að tryggja að ekki fari hátt um þessi brot.“ Aðrir lögfræðingar sem einnig hafa sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum hafa bent á að þeir háskólar sem tilkynni um flest slík brot, þurfi þó ekki að vera þeir skólar þar sem stærstu vandamálin er að finna. Þvert á móti, geta fleiri tilkynningar um brot bent til þess að verklag í þeim skólum sé betra en í öðrum skólum, þar sem ekki heyrist jafn mikið um kynferðisafbrot. Lítill hluti þeirra brota sem tilkynnt hafi verið af nemendum, hafa verið rannsökuð af lögreglunni en meirihluti þeirra tilvika er leystur innanhúss í skólunum. Olivarius hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bretlandi innleiði opinbert kerfi og verkferla til þess að takast á við slík brot. Sambönd á milli stúdenta í grunnnámi og kennara eigi að vera ólögleg. „Það verður að banna starfsfólki skólanna að eiga í kynferðislegu sambandi við stúdenta í grunnnámi auk þess sem kynferðislegt samband milli starfsfólk í sömu deild og mastersnema ætti einnig að vera bannað. Brot á þeim reglum ætti að fela í sér tafarlausan brottrekstur og tilkynningu til breskra yfirvalda.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira