Bein útsending: Íbúum í Jacksonville sagt að flýja söguleg flóð Kjartan Kjartansson, Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. september 2017 05:52 Skútum og bátum hefur skolað upp á land í veðurofsanum á Flórída. Vísir/AFP Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira