Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2017 14:12 Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21