Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2017 14:12 Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21