Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 21:21 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22