Eiður Smári og Hasselbaink verða þá gestir Chelsea TV í tengslum við umfjöllun stöðvarinnar um leik Chelsea og Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Eiður Smári og Hasselbaink komu báðir til Chelsea sumarið 2000 og náðu afar vel saman í framlínu liðsins.
Þeir félagar spiluðu saman í fjögur tímabil og skoruðu samtals 147 mörk fyrir félagið.
Hér fyrir neðan má sjá myndband með helstu tilþrifum Eiðs Smára og Hasselbainks.
This Saturday, live from Wembley on Chelsea TV...@Eidur22Official and @jf9hasselbaink reunited!
— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 20, 2017
Don't miss ithttps://t.co/5OAA55kGbV pic.twitter.com/qDhSt7OAWy