Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 11:18 Jóhanna minnist þess hve hart Bjarni gekk fram í þinginu árið 2011. Vísir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira