Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 11:18 Jóhanna minnist þess hve hart Bjarni gekk fram í þinginu árið 2011. Vísir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“
Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði