Borgarstjóri kallar eftir útreikningum á kostnaði við Sundabraut Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 12:21 Dagur B. Eggertsson. ARNAR HALLDÓRSSON Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira