Borgarstjóri kallar eftir útreikningum á kostnaði við Sundabraut Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 12:21 Dagur B. Eggertsson. ARNAR HALLDÓRSSON Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira