Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 16:42 Trump gat ekki stillt sig um að bauna á pólitískan andstæðing við athöfn til heiðurs stríðshetja úr röðum bandarískra frumbyggja í gær. Vísir/AFP Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico. Donald Trump Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico.
Donald Trump Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira