Opta hefur tekið saman leiki hjá knattspyrnumönnum sem hafa ekki haldið upp á tvítugsafmælið sitt og þar sker enska deildin sig mikið út úr.
Táningar hafa „bara“ spilað 130 leiki á þessu tímabili en það er minna en helmingur leikja táninga í spænsku deildinni sem er í næstneðsta sæti á þessum fróðlega lista.
Franskir táningar fá aftur á móti langflestu tækifærin en táningar í frönsku deildinni hafa þegar spilað 546 leiki á leiktíðinni eða rúmlega fjórum sinnum meira en jafnaldrar þeirra hjá ensku liðunum.
Frakkar koma upp með hvern heimklassa knattspyrnumanninn á fætur öðrum þessa dagana og ljóst að þeir eru að gera eitthvað rétt í að ala upp framtíðarfótboltamenn sína.
Það að táningarnir fái nóg af tækifærum í frönsku deildinni er án vafa ein af ástæðunum fyrir því.
Enska deildin er langneðst á þessum lista og það sem og slakt gengi enska landsliðsins á stórmótum er eitthvað sem Englendingar hljóta að hafa miklar áhyggjur af þessa dagana.
Flestir leikir táningar í toppdeildum Evrópu 2016-17:
546 - Franska deildin
284 - Ítalska deildin
284 - Þýska deildin
271 - Spænska deildin
130 - Enska deildin
Total league appearances by teenagers so far in 2016/17:
— OptaJoe (@OptaJoe) April 7, 2017
Ligue 1 - 546
Serie A - 284
Bundesliga - 284
La Liga - 271
Premier League - 130