Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Snærós Sindradóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga upp úr hádegi í gær. Nú er reynt að reikna út hvar hún var látin í sjóinn. Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson „Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira