Innlent

Hvíti bíllinn fundinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögregla
Ökumaður hvíta bílsins, sem lögreglan lýsti eftir í fyrradag, er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglu.

Hún þakkar almenningi fyrir veitta aðstoð. 

Að sögn Gríms Grímssonar sem fer með rannsókn málsins segir að lögreglan hafi einfaldlega haft upp á ökumanninum eftir rannsóknarvinnu tveggja lögreglumanna.

Búið er að ræða við manninn og hans þætti í málinu lokið, að sögn Gríms.  Hann hafði ekki upplýsingar undir höndum sem komu að notum við rannsóknina á hvarfi Birnu.

Frá upphafi varið tekið skýrt fram að ökumaður bílsins var ekki grunaður um neitt misjafnt - „en að hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglu við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.“

Sjá einnig: Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu

Bílnum var ekið vestur vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði, laugardaginn 14. janúar kl. 12.24 en Birna hvarf að morgni laugardags.

Frétt hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×