„Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 19:58 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir yfirvöld vel undirbúin fyrir komu Irmu. vísir/getty Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14