Öryggisgæslan á Manhattan stóraukin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 31. desember 2017 13:33 Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir. Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir.
Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56