Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Old Trafford. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45
Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00