Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Old Trafford. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45
Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00