Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sjúklingar geta ekki beðið endalaust eftir nýjum lyfjum að mati lækna. vísir/anton brink „Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira